Anna María og Inga hjá Via Optima voru saman með kynningarbás á mannauðsdegi Félags mannauðsfólks í Hörpu 7.október 2022 og kynntu starfsemi sína.
Þær eru sammála að dagurinn var einstaklega vel heppnaður, viðtökur og áhugi á starfsemi þeirra var langt umfram það sem þær gerðu ráð fyrir í upphafi. Kynningarbás þeirra var huggulegur, í anda þess að skapa traust og þægilegt andrúmsloft í stjórnendaþjálfun. Þær buðu upp á kaffi frá Te og Kaffi og súkkulaði frá Nóa Siríus. Þægilegur hægindastóll var til staðar til þess að setjast og spjalla. Mest var spurt um stjórnendaþjálfun þeirra svo og vinnustofuforminu. Á vinnustofum er blandað saman fyrirlestri, teymisvinnu og umræðum þátttakenda.
Mannauðsstjórar og mannauðssfólk er fjölbreyttur og mjög metnaðarfullur hópur sem vill sífellt gera betur í því síbreytilega umhverfi sem fyrirtæki lifa við.
Anna María og Inga eru sammála um að saman eru þær sterakri og það nær aukinni útbreyðslu að vera tvær saman í kynningarmálum og ýmsum stærri verkefnum sem krefjast mismunandi þekkingar og nálgunar. Þær eru báðar nýlega komnar með sín eigin fyrirtæki og þá er mikilvægt að láta vita af sér.
Það voru því mjög sáttar, þreyttar en glaðar konur sem pökkuðu saman eftir daginn. Dagurinn var fullur af fróðleik og samtölum við skemmtilegt fólk, þar sem bæði var tengslanetið styrkt og eflt. Fundir voru skipulagðir um fleiri kaffibolla og fundir að ræða málin enn frekar.
Takk fyrir okkur.
©2022 Allur réttur áskilinn